fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

 

 

 

 

ÍBÚÐ Í HLÍÐUNUM


Endurhönnun á neðri hæð

Neðri hæð endurskipulögð. Skipt var um gólfefni í allri íbúðinni, baðherbergi var endurhannað og eldhús fært yfir í stofu og skrifstofa sett upp þar sem eldhúsið var áður. Við endavegg á stofu var innangengt í skrifstofurými. Lokað var milli stofu og skrifstofu og rýminu breytt í sjónvarpsherbergi með útgangi fram í hol.
Leitast var við að nota umhverfisvæn og niðrubrjótanleg efni í innréttingar.

Image
Image

Þegar íbúðin var gerð upp mátti  sjá upprunalega málningu, dökka tóna og gamlan linoleumdúk undir nýrra gólfefni.

 

Hönnunin á íbúðinni kallast á við þessa gömlu tíma sem eru innblástur fyrir verkið. Allt gólfefni fyrir utan baðherbergi er linoleum. Eldhúsinnrétting er með gráum linoleum og fræstum viðarhöldum. 

Image

Gulur litur, hlýja og sköpunarkraftur.


Eldhúsið er hjarta heimilisins, aðalsamverustaðurinn, en þar byrjar dagurinn líka í ró og næði yfir kaffibolla, þar sem hugmyndirnar fæðast. 

Image
Image

Svartur linoleum dúkur tengir öll rýmin í íbúðinni saman fyrir utan baðherbergið sem er flísalagt. Í miðri íbúð er hol sem er tenging upp á aðra hæð og niður í anddyri. Veggur og stigi upp á aðra hæð er svartur og stigaþrep niður í anddyri eru einnig svört. Eldhúsið og stofan eru samtengd rými og er eldhúsið afmarkað frá stofu með gráum linoleum dúk.

Image
Image
Image
Image
Image