fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

EFNARANNSÓKNIR...

er stór partur af verkefninu. Við viljum velja efni sem eru heilsusamleg og umhverfisvæn á öllum stigum, við efnissöfnun, í framleiðslu, á líftíma og við förgun efnisins. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð er að skilja samsetningu efna sem við notum í byggingar og inni á heimilum.
Það þarf því miður ekki að kafa djúpt ofaní þau fræði til þess að uppgötva að það eru mikið af eiturefnum og óumhverfisvænum efnum í byggingum okkar.Miklu meira en fólk geri sér líklega grein fyrir. Þau berast í menn og dýr í gegnum andrúmsloftið, hafstrauma og mat. Þau finnast í miklu meira magni í ungabörnum en fullorðnum þar sem þau liggja oft á gólfum, þar sem rykið sest og stinga öllu upp í sig. 

AÐ VELJA UMHVERFISVÆN EFNI...

getur verið mjög flókið af ýmsum ástæðum. Stundum er ekki völ á betra efni, það ekki aðgengilegt þar sem verið er að byggja, þau eru of kostnaðarsöm, reglugerðir leyfa ekki notkun þeirra. Það sem gerir þetta enn flóknara er að það eru hundruð efna á markaði sem við vitum ekki hvort séu skaðleg. Vísindamenn vinna hörðum höndum við að finna út úr því en um leið og eitt efni er bannað kemur nýtt á markað sem framleiðendur lofa að sé betra en það gamla. Framleiðendur vinna ekki alltaf með vísindamönnum og getur það tekið vísindamann því allt upp í tvö ár að greina efni sem annars tæki nokkra klukkutíma ef samvinna væri á milli þessara aðila.

NÁTTÚRAN ER BESTI HÖNNUÐURINN...

Í náttúrunni ríkir hið fullkomna jafnvægi þar sem allt hefur ákveðinn tilgang í lokaðri hringrás. Hönnuðir eru í auknum mæli að átta sig á mikilvægi þess að rýna í  náttúruna og herma eftir náttúrulegum ferlum við ýmiskonar hönnunarúrlausnir . Breytt nálgun í hönnun á eflaust eftir að gjörbreyta því hvernig við byggjum í framtíðinni.  
Síðastliðin 10 ár hefur kostnaður við vistvænar byggingar lækkað mikið og í dag þarf ekki að vera dýrara að byggja á vistvænan hátt . Framboð af umhverfisvottuðum vörum hefur einnig aukist mikið síðustu árin á íslenskum markaði og oft er hægt að biðja um umhverfisvottaðar vörur allt niður í smæstu atriði eins og t.d. flísafúgu. Við getum öll byrjað einhvers staðar og fyrsta skrefið er að biðja um vöruna.

SEX FLOKKAR SEM ÆTTI AÐ VARAST...

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Myndefni tekið af vef Green Science Institute