Hvað er örverudrepandi efni?
Örverudrepandi efni eru notuð til að koma í veg fyrir örverumyndun. Þau má finna í mörgum heimilisvörum eins og t.d. snyrti-, hreingerningar-, plast- og matvörum, þvottaefni, tannkremi, svitalyktareyði, textíl, fötum og málningu svo dæmi séu nefnd. Það eru ekki nægar sannanir fyrir því að örverueyðandi efni í fötum, húsgögnum eða plasti geri gagn umfram það sem vatn og sápa geta gert, en þessi efni geta hins vegar valdið heilsutjóni. Ofnotkun veldur því að bakteríur verða ónæmar fyrir þeim og er það orðið útbreitt vandamál um allan heim.
Hvaða heilsufarsleg vandamál tengjast örverudrepandi efnum?
Tengsl eru á milli notkunar örverudrepandi efna við truflun í hormónastarfsemi, fósturþroska, æxlunarvandamála, ofnæmisnæmni og sýklalyfjaónæmi.
Örverudrepandi efni á markaði
Í Evrópu er ekkert eiginlegt eftirlit með notkun framleiðenda á þessum efnum. Neytandinn þarf að treysta því að framleiðendur séu að nota viðurkennd efni og merki vörur sínar rétt en því miður hefur komið í ljós að merkingum er ábótavant.
Í dag eru á markaði á ESB svæðinu vörur eins og andlitsgrímur sem eru meðhöndlaðar með silfri, sinkoxíði eða koparnanóögnum, „anticovid“ pappír sem inniheldur nanouppbyggt sink-silfur eða yfirborðs hreinsiefni sem innihalda nanósilfur og er listinn af vörum langur.
Eftirspurnin eftir örveru- og veirudrepandi nano yfirborðsefnum fer vaxandi og búist er við að eftirspurnin eftir nanosilfri eigi eftir að aukast gríðarlega næstu fimm árin í kjölfar heimsfaraldursins Covid-19.
Grundvallarspurningunni um hversu gagnlegt það er að meðhöndla vörur með bakteríudrepandi efnum í baráttunni við örverur hefur ekki verið svarað, en það er ljóst að ofnotkun á þessum efnum er að valda heilsuskaða og stuðla að ónæmi baktería fyrir þeim sem gerir okkur varnalausari gegn sýkingum.
Hvar eru bakteríueyðandi efni notuð?
Hvernig erum við útsett fyrir fyrir bakteríudrepandi efnum?
Bakteríudrepandi efni berast í mannslíkamann í gegnum snertingu og við innöndun á menguðu ryki. Ungabörn, sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir eiturefnum geta komist í snertingu við efnið í gegnum leggöng við fæðingu og í brjóstamjólk. Bakteríudrepandi efni hafa fundist í ¾ hluta Bandaríkjamanna og nánast undantekningalaust í brjóstamjólk.
Af hverju þurfum við að hafa áhyggjur?
Bakteríudrepandi efni eru oft:
Þrávirk: Brotna ekki niður í umhverfinu. Við erum útsett fyrir þessum efnum mörgum árum eftir að þau hafa verið bönnuð eða tekin úr framleiðslu.
Líffræðileg mögnun: Safnast saman í mönnum og dýrum sem eru efst í fæðukeðjunni. Þegar þessum efnum er skolað niður geta þau borists út í vatnalífið.
Eitur: Skaðleg fyrir vistkerfið. Sum örverueyðandi efni valda innkirtlatruflunum sem tengjast þroska á meðgöngu og æxlunarskaða. Þau geta einnig stuðlað að ofnæmisnæmni.
Hvernær á að nota örverudrepandi efni?
Ávinnigur af sýklalyfjum sem notað er í flestum neytendavörum er ekki studdur neinum vísindalegum gögnum. Það er t.d. áhrifaríkara að nota sápu og vatn til að þvo hendur.
Ofnotkun getur stuðlað að auknu bakteríuþoli gegn sýklalyfjum og þarf því að fara varlega með notkun þeirra.
Hvaða örverueyðandi efni ætti að forðast?
Það eru mörg náttúruleg efni sem hafa náttúrulega vörn en líklegt er að vara sé með viðbættu bakteríudrepandi efni ef eitthvert af eftirfarandi hugtökum kemur fram á merkingum hennar:
- bakteríudrepandi (antibacterial)
- bakteríuhemjandi (bacteriostatic)
- myglueyðandi (anti-mould)
- mygluhemjandi (mould-repellent)
- lyktarlaus (odourless)
- vinnur gegn ólykt (anti-odour)
- Triclosan, triclocarban, chloride, fluoride, bromide, iodide og benzene.
Mikið af þesssum efnum voru bönnuð 2016 en í staðinn er notkun annarra skaðlegra efni að aukast.
Nanósilfur, litlar silfuragnir.
Nanósilfur er notað í auknum mæli sem örveru- og lyktareyðandi efni í vörum eins og fötum, handklæðum og leikföngum. Nanósilfur er eiturefni og getur losnað út í umhverfið þegar efnin eru þvegin.
Quaternary ammonium sölt eða QACs.
Quats eins og benzalkonium chloride og benzethonium chloride eru algeng í hreingerningarefnum heimila og í mýkingarefnum. Quats hefur verið tengt við astma, bólgur í húð og ofnæmi. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að þau séu gagnlegri en aðrir öruggir valkostir.
Hvað getum við gert?
Forðastu vörur sem eru auglýstar sem „örverueyðandi“, „bakteríudrepandi“ eða „lyktareyðandi“.
Skoða hvort sýklalyf sem talin eru upp hér að ofan séu í vörum eins og sápum, tannkremi, snyrtivörum og fleiri vörum.
Rannsóknir sýna að þessi virku efni losna úr vörunni og skolast út í umhverfið með tímanum. Það er því betra að sleppa því að kaupa bakteríufrí skurðarbretti og gæta þess í stað að hreinlæti með því að þrífa með heitu vatni og sápu.
Heimildir og mynd:
https://ec.europa.eu/environment/integration/research/newsalert/pdf/232na3_en.pdf
https://ec.europa.eu/health/scientific_committees/opinions_layman/en/biocides-antibiotic-resistance/biocides-antibiotic-resistance-greenfacts-level2.pdf https://greensciencepolicy.org
https://noharm-europe.org/articles/news/europe/regulation-nanobiocide-sufficient
https://ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/medhondladar-vorur/
Mynd af vörum sem innihalda oft örverudrepandi efni: https://greensciencepolicy.org