fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Hvað er bisfenól og þalöt?

Bisfenól og þalöt (bisphneols og phtalates) eru efni sem hafa fjölbreytta notkunarmöguleika Þau geta t.d. gefið plasti ólíka eiginleika eins og aukinn styrk eða teygjanleika. Notkun þeirra er mjög útbreidd og þau finnast í einhverjum mæli í slíkama flestra manna

Skaðsemi bisfenól  A

Bisfenól A er tengt við: augnskaða, ertingu og ofnæmi þegar það kemst í snertingu við húð,  taugaraskanir  á borð við ofvirkni. Hjá fullorðnum eru áhrif þess m.a. tengd við  , kvíða, þunglyndi, offitu, sykursýki 2, minnkandi frjósemi,hjartasjúkdóma,

krabbamein í brjósti og blöðruhálskirtli og það getur valdið astma þegar börn komast í snertingu við efnið snemma á lífsleiðinni. 

Ekki hafa allir verið sammála um hvernig túlka beri niðurstöður vísindarannsókna á notkun Bisfenóls í neytendavörum en efnið hefur verið bannað á Íslandi og í Danmörku í barnapelum.

Þalöt geta haft skaðleg áhrif á frjósemi og skaðað fóstur.  

Skaðsemi þalata 

Það hefur verið vitað um áratugaskeið að þalötin, DBP, 2- etýlhexýl og DEHP hafa áhrifa á frjósemi karlmanna. Það er tengt astma, ofnæmi, hugrænum hegðunarvandamálum og getur haft áhrif á kynþroska drengja.  Fóstur og nýfædd börn eru viðkvæmust fyrir efnunum. Þalöt berast til ófæddra barna frá barnshafandi konum og getur það skaðað þroska barnsins. Þalöt geta einnig skaðað þroska ungabarna og hafa þessi efni fundist í brjóstamjólk.

 

Hvar eru þau notuð?

Pispheno og þalöt 

Bisfenól er t.d. notað í:

 • Pólýkarbónatplast, t.d. í pela og harða hlutann á snuði
 • Rafbúnað og raftæki
 • Epoxývörur, t.a.m. málning, lím, lakk
 • Hitaprentanlegan pappír t.d. kassakvittanir

Þalöt eru t.d. notuð í:

 • Plast, PVC (t.d. byggingarefni, gólfefni, fatnað, poka)
 • Gúmmí (t.d. í skóm)
 • Málningu
 • Lím

 

Hvernig erum við útsett?

Bisfenól (BPA) og þalöt berast úr vörum í mat, drykk og ryk. Mannfólkið er aðallega útsett í gegnum mat eða drykk sem er geymt í ílátum sem eru úr efninu, en einnig í gegnum snertingu við efnið og innöndun á ryki. Bisfenól og þalöt hafa fundist í þvagi í flestra sem hafa verið prófaðir.

 

Hvert er áhyggjuefnið? 

Bisfenól og þalöt eru oft:

Eitruð: Skaðleg vistkerfinu.  Lítið magn getur líkt eftir eða lokað á hormón og þannig sett úr skorðum mikilvæga líkamsvirkni í mönnum og dýrum.

Útbreidd: Mjög útbreidd í umhverfinu og mannslíkamanum. Bisfenól og þalöt er oft kölluð „everywhere chemicals“ eða alls staðar efni, þar sem þau eru notuð mjög víða, síast út í umhverfið og dreifast víða.

 

Hvaða nöfnum nefnast þalöt?

Mörg skaðleg þalöt eru þekkt sem:

BBP, DBP, DEHP, DINP, DIDP og DNOP 

 

Hvernær er í lagi að nota bisfenól og þalöt?

Það er best að sleppa þeim þegar þess gefst kostur. Oft eru ákveðin bisfenól og þalöt tekin úr umferð og í staðinn koma ný bisfenól og þalöt efni sem hafa svipaða eiginleika en minna er vitað um. Framleiðendur ættu að leitast við að skipta þeim út fyrir efni sem tilheyra ekki þessum efnaflokki. Af heilsufars- og umhverfisástæðum ætti iðnaður að forðast að nota plast unnið úr jarðolíu þegar sá möguleiki er fyrir hendi.

 

Hvað er hægt að gera?

 • Nota ílát og áhöld úr gleri, postulíni eða ryðfríu stáli, sérstaklega fyrir heitan mat og vökva. 
 • Forðast plast fyrir örbylgju.
 • Forðast plastvörur sem eru með endurnýtingakóðunum 3 og 7 
 • Borðaða meira af ferskum mat, minna af dósamat, innpökkuðum mat og skyndibitum. 
 • Forðst að meðhöndla kassakvittanir. Ef komið er við slíka miða þá ætti að þvo hendur.
 • Notað hreinlætisvörur sem eru án viðbættra ilmefna. Orðin „fragrance“, „perfume“, eða „parfum“ þýðir oft að það sé þalöt í vörunni.

 

Heimildir og mynd:

https://greensciencepolicy.org

https://ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/varasom-efni/thalot/

https://www.ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/varasom-efni/bisfenol-a/

Mynd af efnum sem innihalda oft bisfenól og þalöt: https://greensciencepolicy.org

 

Image
Image
Image
Image
Image
Image