fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Hvað eru eldvarnarefni?

Eldvarnarefni er bætt í vörur þ.á.m. svamp, húsgögn, raftæki, barnavörur og byggingareinangrun í þeim tilgangi að mæta stöðlum um eldvarnir. Því miður segja þessir staðlar lítið um raunverulega eldhættu og leiða til ónauðsynlegrar notkunar á eiturefnum.  

 

Í hvaða vörum eru eldvarnarefni helst notuð?

flame retardants montage

 

Hvaða heilsuskaða geta eldvarnarefni valdið?

Sum eldvarnarefni eru tengd við hærri tíðni krabbaameins, fósturþroska- og æxlunartruflanir, og truflun í hormónastarfsemi.

 

Hvernig erum við útsett fyrir eldvarnarefnum? 

Eldvarnarefni eru yfirleitt íblöndunarefni sem er blandað við vöruna. Þau geta borist úr vörum og mengað loftið, matinn og vatnið og finna sér þannig leið inn í mannslíkamann. Við erum einnig útsett fyrir þessum efnum þegar við öndum að okkur gufu sem inniheldurþau, eða með því að snerta hluti, þá sérstakalega þegar eldvarnarefni er í fötum og símum okkar. Eldvarnarefni mælist í nánast öllum þeim sem hafa verið prófaðir. Ungabörn mælast með hæsta magn af eldvarnarefnum og er ástæðan sú að þau skríða oft  á gólfum þar sem rykið safnast fyrir, stinga höndum og hlutum upp í sig og eru því meir útsett en eldri börn og fullorðnir. 

 

Eldvarnarefni sem eru áhyggjuefni

Eldvarnarefni sem eru skaðleg heilsunni eru yfirleitt lífræn efni sem þýðir að þau eru úr kolefnisatómum. Þau eru einliður eða fjölliður. Einliður eru eins og einföld samsetning af legókubbum. Fjölliður eru samsettar úr mörgum undireiningum sem innihalda einnig eitrað halógen og fosfat og eru eins og nokkrar keðjur af lego kubbum tengdar þétt saman. 

mono e

Þar sem einliður eru smáar komast þær auðveldlega inn í frumur lífvera og valda skaða. Fjölliður eru venjulega nógu stórar til að þær berist ekki í frumur en framleiðsla og förgun á þeim eru skaðlegar. 

Organohalógenað eldvarnarefni 

  • Þessi tegund af eldvarnarefni eru algengust  en jafnframt meðal varasömustu efnanna. (problematic)  Mörg efni í þessum flokki hafa verið bönnuð og tekin úr framleiðslu en ný og svipuð efni verið innleidd sem eru að öllu líkindum jafn skaðleg. 

Organofosfór eldvarnarefni 

  • Þessi efni koma í stað organohalógena. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þau séu ekki endilega betri kostur. Sum þessara efna hafa verið tengd við skaða í tauga-, æxlunar- og stoðkerfinu.   
Fjölliðu eldvarnarefni 
  • Þessi efni eru oft nefnd sem öruggari kostur þar sem þau eru stærri og erfiðara er fyrir það komast inn í frumur. Þau eru engu að síður skaðleg á framleiðslustigi og við urðun. 
  • Hver er munurinn á PFAS eldvarnarfroðu og öðrum eldvarnarefnum?
PFAS efni eru notuð í eldvarnarfroðu og eru notuð til að slökkva elda sem í er jarðolía. Þau eru ólík eldvarnarefnum sem er ætlað að hægja á íkveikju.

 

Hvað get ég gert?

  • Skoða merkiingar, TB 117-2013 þýðir t.d. að varan innihaldi ekki eldvarnarefni
  • Skipta út bólstruðum húsgögnum fyrir húsgögn með TB 117 merkingu.
  • Húsgögn og barnavörur sem eru fyllt með polyester eða ull eru ekki líkleg til að innihalda eldvarnarefni.
  • Minnka ryk innanhús með því að nota ryksugu með Hepafilter, nota blauta moppu og þurka af með rökum klút.
  • Þvo hendur oft og sérstaklega fyrir mat
  • Forðast að nota endurunnið gólfundirlag úr polyurethane froðu.
  • Láttu framleiðendur og verslanir vita af því að þú viljir vöru sem inniheldur ekki eldvarnarefni. 
 

Heimildir og myndir:

https://greensciencepolicy.org

Mynd af efnum sem innihalda oft eldvarnarefni: https://greensciencepolicy.org
Myndir af fjölliðum: https://greensciencepolicy.org
 
 


Image
Image
Image
Image
Image
Image