fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

PFAS    

Það eru fjölda manngerðra eiturefna í okkar daglega umhverfi sem valda heilsuskaða. Mörg þessara efna hafa verið bönnuð, en þar sem þau eru þrávirk og geta verið í umhverfi okkar í hundruðir ára eru þau ennþá að menga löngu eftir að framleiðslu þeirra er hætt. Þúsundir efna eru í notkun í dag sem ekki hefur verið sýnt fram á að séu skaðlaus en fá að njóta vafans þar til annað kemur í ljós. Mörg þessara efna eru svipuð gömlu efnunum að gerð og er sífellt að koma betur í ljós að þessi nýju efni eru ekki síður skaðleg en þau efni sem þau eiga að leysa af hólmi.  

 

Hvað er PFAS?

PFAS gefur vörum þann eiginleika að vera viðloðunarfríar, vatnsheldnar  og olíu- og blettþolnar. Notkun PFAS auðveldar oft daglegt líf og er því notkun þeirra útbreidd. 

PFAS er flokkur efnasamabanda mynduð úr perflúoruðum alkýlsúlfónötum. Þetta eru meðal sterkustu efnasambanda sem búin hafa verið til, eru þrávirk og er nánast óniðurbrjótanleg. 

Þau geta verið mikil langtímaógn fyrir vistkerfið og eru oft nefnd „forever chemicals“ eða elífðarefni.

PFOA OG PFOS eru meðal þekktustu PFAS efnana og eru einungis tveir flokkar af þúsundum efna sem flokkast undir PFAS efni.

 

Hvaða heilsufarsleg vandamál tengjast PFAS efnum?

PFOA og PFOS og fleiri PFAS efni eru tengd heilsufarsvanda á borð við ónæmisbælingu, háu kólesteróli og ákveðnum tegundum af krabbameini. 

 

Í hvaða vörum eru PFAS?

pfas montageListi yfir fyrirtæki sem nota ekki PFAS í vörur sínar, https://pfascentral.org/pfas-free-products

 

Hvert er áhyggjuefnið?

PFAS er:

Þrávirkt. Við erum útsett fyrir efninu í gegnum mat, drykkjarvatn og aðrar vörur löngu eftir að það er bannað.

Ferðast víða: Ferðast langar leiðir og er dreift út um allan heim. PFAS má finna á dýpstu hafsvæðum veraldar, í fjallavötnum og á heimskautasvæðunum, langt frá þeim stöðum þar sem þau eru framleidd og notuð.

Líffræðileg mögnun: Mörg PFAS efni hafa langan helmingunartíma í náttúrunni, stigmagnast upp fæðukeðjuna og safnast fyrir í fituvefjum lífvera. Þau mælast í mestu magni efst í fæðukeðjunni, í sjávarspendýrum, ránfuglum og mannfólki.

Eiturefni: Þau eru skaðleg mannfólkinu og vistkerfinu í heild. Mest rannsökuðu PFAS, PFOA og PFOS eru tengd lifrarskemmdum, háum blóðþrýstingi, offitu, sykursýki, krabbameini, skjaldkirtils sjúkdómum, astma, truflun í ónæmiskerfinu, minnkandi frjósemi, lágri fæðingarþyngd og skerðingu á hugrænum þroska og taugaþroska barna. 

 

Eitt PFAS efni bannað og þá kemur nýtt í PFAS efni í staðinn. Eru þau eitthvað minna skaðleg?

Framleiðsla á PFAS efnum sem eru samsett úr langri efnakeðju hefur verið hætt í Norður-Ameríku, Evrópu og Japan þar sem sýnt hefur verið fram á að þau geta mögulega valdið heilsutjóni. Í stað þeirra hafa komið PFAS efni sem eru samsett úr stuttri efnakeðju og öðrum efnum sem eru jafn þrávirk og svipuð hætta getur stafað af þeim. Dæmi um slík efni er GENX, en framleiðendur efnanna héldu því fram að þau væru öruggur staðgengill fyrir PFOA, en vísindamenn hafa síðan þá sýnt fram á þau hafa svipuð eituráhrif og hafa fundist í drykkjarvatni hundruða þúsunda manna. 

Eitt af vandamálum við núverandi kerfi er að efni fá að vera á markaði þar til að sýnt hefur verið fram á að þau séu mögulega skaðleg. Framleiðendur koma með ný efni á markað þegar eldri efni eru bönnuð. Framleiðsla þeirra er yfirleitt leynileg og vinna framleiðendur því ekki með vísindamönnum að því prófa öryggi efnanna. 

Almennt eru PFAS efni þrávirk og ættu því að vera sniðgengin þegar mögulegt er. 

 

Hvað er líkt með PCB og PFAS efnum?

Sumir tala um að PFAS séu hið nýja PCB. Bæði þessi efni eiga það sameiginlegt að vera þrávirk lífræn efni. Þrávirk efni eru mjög stöðug í bæði náttúrunni og lífverum. Þau setjast að í vefjum lífvera og finnast í miklu magni í dýrum sem eru ofarlega í fæðukeðjunni. Þessi uppsöfnun í fæðukeðjunni er kölluð líffræðileg mögnun og verður meiri eftir því sem ofar dregur í keðjunni. 
PCB var bannað í flestum löndum fyrir 40 árum síðan en finnst en í miklu magni í dýrum efst í fæðukeðjunni eins og t.d. hvítabjörnum og íslenska fálkanum. Talið er að hátt magn í blóði hvítabjarna sé ástæða fyrir frjósemisvandamálum hjá tegundinni. Þetta er áhyggjuefni þar sem hátt magn þessara efna getur leitt til útdauða þessara dýrategunda. 

Fálki og isbjorn

 

Hvernig berst PFAS út í umhverfið?

Framleiðsla, notkun og förgun PFAS veldur mengun með eftirfarandi hætti: 

Efnaverksmiðjur eins og Teflon og fleiri framleiðendur  PFAS efnasambanda  hafa valdið miklum skaða í nærumhverfi sínu. 

Framleiðslufyrirtæki sem menga með notkun PFAS í vörum sínum. Þetta eru t.d plast- og textílverksmiðjur, leður- og pappírsframleiðendur og fyrirtæki í málmhúðun.

Eldvarnarfroða

Mesta umhverfismengun af völdum PFAS í Bandaríkjunum stafar af notkun eldvarnarfroðu. Eldvarnarfroða með PFAS er einnig mikið notuð í Evrópu og er mengun hennar einnig áhyggjuefni þar. Það er til eldvarnarfroða sem er án PFAS sem er betri kostur.

Skólphreinsun

PFAS úr vörum sem eru notuð á heimilum og fyrirtækjum berst með skólpvatni í skólphreinsistöðvar. Skólphreinsistöðvar geta venjulega ekki hreinsað PFAS úr vatninu sem berst þaðan út í sjó og á landbúnaðarsvæði og mengar þannig matvæli, búfénað og sjávardýr.

Landfyllingar

PFAS berst einnig út í grunnvatnið okkar í gegnum urðunarstaði þar sem efnið berst úr sorpi eins og fatnaði, teppi og matarumbúðum. 

Hvað getum við gert til að minnka PFAS innandyra?

  • Forðast vörur sem innihalda PFAS
  • Nota Hepa filter í ryksugur
  • Moppa reglulega með rakri moppu
  • Þurka ryk með rakri tusku

 

Heimild og myndir:
https://cen.acs.org/sections/pfas.html   
https://www.epa.gov/pfas/basic-information-pfas PFAS"Persistent organochlorine levels in six prey species of the gyrfalcon Falco rusticolus in Iceland"https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0269749100001159

Mynd af vörum sem innihalda oft PFAS: https://greensciencepolicy.org  
Mynd af hvítabjörnum: https://www.nbcnews.com/id/wbna41475129
Mynd af Fálka: https://en.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/falconiformes/falki-falco-rusticolus

 

Image
Image
Image
Image
Image
Image