fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Hvað eru uppleysiefni?

Uppleysiefni er fjölbreyttur flokkur efna sem eru notuð til að leysa upp efni.

 

Hvar eru þau notuð?

solvents montage

 

Hvernig erum við útsett fyrir efnunum?

Uppleysiefni gufa upp úr vörum og blandast loftinu sem við öndum að okkur. Þau berast einnig í mannslíkamann í gegnum húðina. Sum uppleysiefni, sérstaklega perklóretýlen og tríklóretýlen , eru algeng í menguðu grunnvatni.  Fólk sem vinnur með bensín, málningu, frágangsefni og þurrhreinsi vörur er í hættu á að komast í tæri við þessi eiturefni. 

 

Hvert er áhyggjuefnið?

Sum uppleysiefni eru:

Þrávirk: Brotna ekki niður í öruggari efni í umhverfinu. Klórín leysist hægt upp í vatni og jarðvegi og er ógn við grunnvatnið og lífríkið. Sum uppleysiefni geta verið marga áratugi í umhverfinu. Tríklóretýlen er algengasta lífræna mengunarefnið sem finnst í grunnvatni.Dreifast víða og finnast út um alla heim.Sum uppleysiefni leysast hratt upp og berast með andrúmsloftinu. Önnur uppleysiefni leka út í jarðveg og valda mikilli mengun í nærumhverfinu. Eiturefni: Skaðleg mönnum og öllu lífríkinu. Við innöndun eða snertingu geta þessi efni valdið öndunarörðugleikum eða ertingu í húð, og geta einnig valdið tímabundum einkennum frá taugakerfinu eins og hausverk, svima, doða og óáttun. Langtíma snerting við efnin eykur hættu á krabbameini og er tengt við líffærabilun. Verði menn fyrir miklum áhrifum af metýlenklóríð sem er uppleysiefni notað í málningahreinsi getur það leytt til köfnunar eða dauða. Sum uppleysiefni eru það skaðleg að minniháttar snerting við þau getur valdið varanlegu heilsutjóni.  Sum leysiefni eins og t.d. perklóretýlen eru tengd taugasjúkdómum í  ungabörnum.

Sum leysiefni bregðast við sólarljósi með því að framleiða ozone á jörðu niðri og eru skaðleg mannfólki, dýrum og plöntum.

Sum leysiefni bregðast við sólarljósi með því að framleiða ozone á jörðu niðri og eru skaðleg mannfólki, dýrum og plöntum. 

 

Hvernær ættum við að nota uppleysiefni?

Uppleysiefni eru ekki lengur nauðsynleg til að ná fram æskilegum eiginleikum í neysluvörum og ætti að forðast þessi efni. Vatnleysanleg efni og aðrar öruggari lausnir eru til sem henta mörgum notendum. Til dæmis er hægt að nota vatns-, soja- eða mjólkurmálningu í stað olíumálningar.

 

Uppleysiefni sem eru áhyggjuefni

Halógenuð uppleysiefni innihalda halogen atom—sem eru oft klór eða bróm bundin kolvetnisatómum.

  • Metýlenklóríð (DCM)
  • Perklóretýlen (PCE)
  • Tríklóretýlen (TCE)
  • 1-brómópentan

Uppleysiefni sem eru úr aromatic hydrokolvetni sameindum sem eru kolvetnisatóm bundin hydrogen atómum.

  • Toluene
  • Xylene
  • Benzene

 

Hvað er hægt að gera?

Velja vörur sem eru laus við skaðleg uppleysiefni:

Nota skrúfur eða aðra málmfestingar eða vatnslím í húsgögn og byggingar. 

Nota málningu, snyrtivörur, þéttiefni og skóáburð sem er með litlu eða alveg laust við VOC. (útgufun eiturefna)

 

Heimildir og myndir:

https://greensciencepolicy.org
Mynd af efnum sem geta innihalda skaðleg leysiefni: https://greensciencepolicy.org
Mynd af mengaðri borg: https://timesofindia.indiatimes.com/travel/destinations/21-indian-cities-feature-in-the-list-of-worlds-most-polluted-cities-ghaziabad-at-the-top/as74458926.cms

 

 

 

 

 

 


Image
Image
Image
Image
Image
Image