Hvað eru málmar?
Kvikasilfur, arsen, kadmíum og blý eru frumefni sem finnast í jarðskorpunni. Námuvinnsla, málmbræðsla, brennsla jarðefnaeldsneytis og önnur iðnaðarvinnsla og notkun þessara efna í vörur hefur valdið útbreiddri umhverfismengun og komið fólki í snertingu við skaðlega málma.
Heilsufarslegur skaði
Skaðlegt fyrir menn og vistkerfi. Útsetning barna, í móðurkviði eða snemma á barnsaldri, á kvikasilfri, arseni, kadmíum og blýi getur haft skaðleg áhrif á þroska heilans og leitt til náms- og hegðunarvandamála. Hjá fullorðnum tengist útsetning á þessum málmum aukinni tíðni krabbameins. Kvikasilfur og arsen hafa skaðleg áhrif á tauga- og hjarta- og æðakerfi. Kadmíum getur valdið lungna- og nýrnaskemmdum auk beinþynningar. Blý getur valdið háum blóðþrýstingi, fósturláti, andvana fæðingu, ófrjósemi og skertri starfsemi nýrna og heila.
Hvar komumst við í snertingu við þessa málma?
Kvikasilfur leysist út í andrúmsloft og vatn við brennslu á kolum.Kvikasilfur berst helst í mannfólkið í gegnum fisk sem er með háan lífaldur eins og t.d. hákarl, sverðfisk og albacoretúnfisk. Kvikasilfur finnst einnig í andlitskremum, silfurfyllingum, gömlum hitamælum og flúrperum.
Kvikasilfur leysist út í andrúmsloft og vatn við brennslu á kolum.Kvikasilfur berst helst í mannfólkið í gegnum fisk sem er með háan lífaldur eins og t.d. hákarl, sverðfisk og albacoretúnfisk. Kvikasilfur finnst einnig í andlitskremum, silfurfyllingum, gömlum hitamælum og flúrperum.
Arsen finnst oft í mat eins og hrísgrjónum, sveppum, eplum og vínberjum og er afleiðing jarðefnismengunar. Vörur úr hrísgrjónum (t.d. morgunkorn fyrir börn)geta innihaldið hátt magn af arsen, drykkjarvatn og sígarettureykur.
Kadmíum er í sígarettureyk,skartgripum, endurhlaðanlegum batteríum (merkt NiCd eða NiCad), málmplötum, lóðmálmum og í málningu sem er notuð til að skreyta gler og leirvörur.
Blý má finna í gamalli veggmálningu og í jarðvegi þar sem blýfyllt bensín var notað í langan tíma, það getur lekið út í vatn úr blýrörum sem eru í húsum. Blý finnst í gömlum eldhúsáhöldum, leikföngum, skartgripum, kristalsvörum, vínylvörum og varalitum.
Hvernig komumst við í snertingu við þessi efni?
Fólk kemst í snertingu við þessa málma í gegnum mat, drykk, ryk og sígarettureyk. Á meðgöngu berst kvikasilfur, arsen, kadmíum og blý til fóstursins í gegnum legkökuna og getur skaðað þroska heilans.
Málmarnir berast einnig til barna í gegnum brjóstamjólkina. Ungabörn eru yfirleitt í meiri snertingu við málma þar sem þau borða meiri mat miðað við líkamsþyngd og sleikja hendur og leikföng.
Hvert er áhyggjuefnið?
Fólk kemst í snertingu við þessa málma í gegnum mat, drykk, ryk og sígarettureyk. Á meðgöngu berst kvikasilfur, arsen, kadmíum og blý til fóstursins í gegnum legkökuna og getur skaðað þroska heilans.
Málmarnir berast einnig til barna í gegnum brjóstamjólkina. Ungabörn eru yfirleitt í meiri snertingu við málma þar sem þau borða meiri mat miðað við líkamsþyngd og sleikja hendur og leikföng.
Hvert er áhyggjuefnið?
Vissir málmar eru:
Þrávirkir: Brotna ekki niður í öruggari efni í umhverfinu. Þar sem þetta eru frumefni brotna þeir ekki niður og safnast því upp í vistkerfinu.
Berast langar leiðir Þegar þeir losna út í andrúmsloftið geta þeir borist langar leiðir áður en þeir falla til jarðar. Losun iðnaðarmálma hefur áhrif á afskekktustu svæði jarðar.
Líffræðileg mögnun: Safnast upp í mannfólki og dýrum sem eru efst í fæðukeðjunni. Sumar málmtegundir, svo sem metýlkvikasilfur, eru algengari í vefjum stórra rándýra.
Hvernær er nauðsynlegt að nota þessa málma?
Það hefur dregið verulega úr notkun þessara málma vegna tæknilegra úrbóta í iðnaðarferlum auk þess sem þeir eru minna notaðir í vörur. Þeir eru samt ógn við heilsu og ætti að varast þá.
Hvað er hægt að gera?
Minnka snertingu við blý:
- Endurbætur og viðgerðir á gömlum húsum þar sem verið er að slípa gamla málningu getur verið uppspretta blýryks sem þarf að meðhöndla á réttan hátt.
Minnka snertingu við kvikasilfur með því að:
- Forðast fisk sem hefur hátt magn af kvikasilfri eins og hákarl, sverðfisk, big eye túnfisk o.s.frv.
- Ekki nota húðkrem, bólukrem, eða anti-öldrunar (yngingarkrem) krem nema þau séu örugglega án kvikasilfurs.
- Nota LED lýsingu í stað flúrlýsingar.
Minnka snertingu við arsenic:
- Sneiða hjá barnamat úr hrísgrjónum
- Ekki nota þrýstimeðhöndlaðan við sem var framleiddur fyrir 2004. Bera á gamla trépalla á 1-2 ára fresti til að loka á eiturefnið.
Minnka snertingu við Kadmium:
- Ekki láta börn leika með eða bera ódýra skartgripi úr málmi.
- Ekki leyfa börnum að meðhöndla endurhlaðanleg batterí sem eru merkt NiCd eðaNiCad.
- Minnka snertingu við blý:
- Endurbætur og viðgerðir á gömlum húsum þar sem verið er að slípa gamla málningu getur verið uppspretta blýryks sem þarf að meðhöndla á réttan hátt.
og...
- Ryksuga með Hepa fílter, moppa með blautu, nota mottu í anddyri og þvo hendur.
- Gott matræði með nægilegu magni af kalsíum, járni og C vítamíni getur dregið úr magni þessara efna í mannslíkamanum.
- Henda flúrperum, rafhlöðum, málningu og rafrænum úrgangi á viðeigandi staði.
Heimildir og myndir:
https://eeb.org/library/mercury-added-skin-lightening-creams-available-inexpensive-and-toxic/ https://greensciencepolicy.orghttps://ust.is/library/Skrar/utgefidefni/Annad/AMSUM_1999.pdf
https://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2015/10/Blý_%C3%AD_neysluvatni.pdf
Mynd af efnum sem innihalda málma: https://greensciencepolicy.org