fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

TVÆR LEIGUÍBÚÐIR

Eigandinn hyggst breyta neðstu hæð hússins í leigurými og óskaði eftir tillögum um uppskiptingu rýmisins í tvær íbúðir.

Að hluta til var jarðhæðin notuð sem fjós áður fyrr og er moldargólf þar sem fjósið var áður. Lofthæðin er um tveir metrar, en húsið er byggt á klöpp og því ekki hægt að grafa neðar til þess að hækka lofthæð.

 

Image
Image
Image

Íbúð I, 2-3 herbergja íbúð

Image

Íbúð I: Rýmið einkennist af löngum gangi sem endar í gluggalausu útskoti, en á hinum endanum er sólríkur sólskáli. Útsýnið úr sólskálanum yfir sveitina er það sem gefur þessari íbúð sjarma. Hægt er að loka svefniherberginu með rennihurðum til þess að fá næði. Í gluggalausa innskotinu er sjónvarpsaðstaða sem hægt er að loka með rennihurðum og opna vel til þess að hleypa birtu inn. Eldhúsið er á ganginum og þar er nóg skápaplass bæði fyrir eldhús og fyrir aðrar hirslur, eins og t.d. fyrir útifatnað.

Image

Íbúð II, Stúdíóíbúð

Image

Íbúð 2: Í þessari íbúð er ekki mikil birta þar sem að svalir á efri hæð skyggja á glugga og útihurð. Eldhús og stofa eru í gluggarými. Svefnrými er afmarkarkað frá  eldhúsi með skápavegg, en þó berst birta inn frá stofurýminu.    

Image