fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Image

Lokaverkefni í innanhúsarkitektúr.

Hönnun á íbúðarhúsnæði úr einingahúsum sem eru  x x x á stærð. Leyfilegt er að notast við 1-3 einingar. Val á staðsetningu fyrir íbúðarhúsnæðið og hönnun á fullbúnu húsnæði fyrir ímyndaðan viðskiptavin.

Image

Á þeim tíma sem verkefnið er unnið var fyrirhugað að rífa niður verksmiðjuhúsnæði í Sefgörðum á Seltjarnarnesi. 

Þar er náttúran alltumliggjandi en oft mjög vindasamt og norðanáttin er köld.
 

Image

Ákveðið var að staðsetja verkefnið á þessu svæði og leggja áherslu á sterka tengingu við nátttúruna jafnt að vetri sem að sumri. Með skjólgóðum garði sem snýr í suðvestur er hægt að njóta vel útivistar yfir sumartímann en með gróðurhúsi er hægt að lengja sumarið um nokkra mánuði.

Image
Image

 

 

 

Hver íbúð samanstendur af þremur einingum með gróðurhúsi á efri hæð. 

Image

HÖNNUNAR FORSENDUR

Viðskiptavinir eru hjón á sextugsaldri með uppkomin börn.

Þau taka vinnuna stundum heim og þurfa bæði skrifstofuaðstöðu.

Þau eru félagslynd, halda gjarnan matarboð en njóta þess líka að vera ein, vinna í garðinum, drekka kaffi yfir góðri bók eða sitja og njóta útsýnisins.

Þau eru með frekar látlausan stíl og vilja hafa hlý nátttúruleg efni í kringum sig.

Þau hafa safnað listaverkum eftir íslenskar listakonur og eiga stórt veflistaverk eftir Ásgerði Búadóttur.

Image
Image
Image

Úr svefniherberginu er gluggi inn í gróðurskálann þar sem plöntur dafna allt árið um kring. Áhersla er lögð á viðhaldsfrían innigarð.

Í gróðurhúsi er lítil setustofa við norðurgluggann og við suðurendann er vinnuaðstaða fyrir garðvinnu og aðra grófvinnu. Þar er einnig þvottahús og geymsla..

Úr honum er útgengt út á svalir og niður í garð.