fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Vistkerfið er undirstaða lífs á jörðu, við erum búin að missa stjórnina því eyðileggingin er komin í spíral. Það eina sem við getum gert til að snúa þróuninni við er að endurheimta vistkerfi okkar." [David Attenbourough Life on our Planet] 

Image
Image
Image

Við mannfólkið höfum gengið svo langt á auðlindir jarðar í viðtleitni okkar til að búa okkur betra líf að það er eins og við höldum að það sé eina leiðin til þess að framfarir geti orðið.

Í dag hefur meira en 75% af landsvæðum jarðar orðið fyrir landeyðingu og ef þróunin heldur áfram á sömu braut gæti landeyðing verið komin upp í 95% árið 2025 [IPBES]

Landeyðing er helsta orsök fyrir hruni vistkerfa.  Efsti meter jarðvegsins er undirsstaða næstum 85% lífs á jörðinni, mannfólksins þar með talið.

Við þurfum að endurhanna byggingar og borgir þannig að þær gegni hlutverki við að endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika, frjósemi jarðvegs og auka gæði lofts  og vatns. Síðastliðin 50 ár hafa arkitektar unnið ötullega að því að gera tilraunir með náttúrulegar lausnir sem sem hafa reynst vel. Lausnirnar eru oft ekki flóknar og eiga yfirleitt uppruna sinn í  arkitektúr forfeðra okkar. Græn þök gegna t.d. mikilvægu hlutverki við endurheimt á viskerfi þar sem þau laða að sér skordýr og fuglalíf, auk þess sem þau auka uppgufun vatns og draga þannig úr álagi á fráveitukerfi. Mörg svæði eða lönd hafa því sett fram reglugerðir sem kveða á um að ný þök skuli vera gróðurþök. 

Sjálfbær arkitektúr er nálgun í arkitektúr sem miðar að því að draga úr eða útrýma þeim umhverfisskaða sem verður við byggingarframkvæmd og á líftíma byggingar. Hann tengir saman hugmyndafræði um orkunotkun, notkun umhverfisvænna efna, hönnun með tilliti til nátttúrunnar og hvetur til sjálfbærari lífsstíls. Hann er samofinn því umhverfi sem hann verður til í og felst gríðarleg þekkingarsköpun í þeim verkefnum sem verða til hér á landi. Enn sem komið er er sjálfbær arkitektúr mjög skammt á veg kominn á Íslandi miðað við nágrannalönd okkar.