fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Skógarsel

Skógarsel við Þingvallavatn er tilraunaverkefni sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það er samstarfsverkefni Brynjahonnun, Biotonomy og fleiri íslenskra sérfræðinga í byggingariðnaði.

Skógarsel verður staðsett við Þingvallavatn þar sem náttúra og dýralíf er einstakt og viðkvæmt og því er við hæfi að reisa þar sjálfbæra byggingu sem fellur vel að umhverfinu og veldur eins lítilli röskun og hægt er.

Það er varla hægt að byggja á sjálfbærari hátt en forfeður okkar sem notuðu staðbundið efni í byggingar sínar og þróuðu bestu mögulegu lausnir út frá því. Biotonomy leggur áherslu á að nýta þá þekkingu sem hefur skapast í gegnum aldirnar og aðlaga að nútíma þekkingu. Innblástur að hönnun Skógarsels er íslenski torfbærinn sem er hentugt form/byggingarlag fyrir okkar veðuraðstæður, enda hefur sú hönnun fengið að þróast á löngum tíma.

Byggingin er í grunninn hugsuð sem lífvera sem nýtir auðlindir úr nánasta umhverfi sem byggingarefni og sem megin orkugjafa byggingarinnar.

Hún gegnir ákveðnum tilgangi innan vistkerfisins eins og aðrar lífverur og eru sköpuð í samræmi við þann tilgang. Í vistkerfinu ríkir hin fullkomna hringrás, verðmætasköpun í lokuðu kerfi sem verður leitast við að líkja eftir við hönnun byggingarinnar. Það er gert með heildrænni nálgun. Veggir byggingarinnar verða gerðir úr þjöppuðum jarðvegi af landinu og hafa þann eiginleika að draga í sig orku frá sólinni og skila aftur út í bygginguna þegar hitastig hennar lækkar. Vatnið fer nokkra hringi í kerfinu áður en það skilar sér svo út á afmarkað gróðursvæði. Meira að segja frárennsli frá salerni endar sem næringarefni fyrir gróður. Í öllu ferlinu verður stefnt að því að nota vistvænustu lausnir sem að byggingarreglugerðir leyfa.

Hugarflug og samvinna eru stór hluti af verkefninu

Efnisrannsóknir eru mikilvægur partur af verkefninu þar sem efni innandyra hafa mikið að segja um hversu heilsusamlegar byggingar eru. Efni þurfa að anda, vera laus við vafasöm aukaefni og þau geta jafnvel dregið úr mengun með því að draga í sig CO2 úr andrúmsloftinu eða hreinsa loftið af VOC efnum. Húsgögn og gólfefni geta verið hluti af varmamassa byggingar. Það er því að mörgu að huga í ferlinu og verður þeim fróðleik deilt hér hér á heimassíðunni og með bloggi.

Image
Image
Image